top of page

Þakkarorð

Takk fyrir heimsókn á heimasíðu okkar. Vonandi hefurðu haft gagn og gaman af.

​

Það er einnig við hæfi að koma á framfæri góðu og djúpstæðu þakklæti til allra sem hafa aðstoðað við gerðs Asks og stutt við útgáfuna með einum eða öðrum hætti.
 

Fyrst ber að nefna einvalalið kennara Upplýsinga­tækniskólans. Takk kærlega fyrir öll heilræðin kæru kennarar, hvatningarorðin og sýndan stuðning, auðvitað ekki aðeins í tengslum við útgáfu Asks heldur í náminu öllu. Já, það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé búið að vera lærdómsríkt, ljúft og gefandi samstarf og frábær samfylgd á þessum tveimur og hálfa ári sem við nemendur höfum lagt stund á grafíska miðlun. Fyrir ykkar tilstuðlan góðu félagar kveðjum við skólann reynslunni ríkari og margs vísari, sum á leið í frekara nám, önnur í vinnu og öll sem eitt tilbúin að takast á við ævintýrin sem eru fram undan.
 

Einnig er við hæfi að koma á framfæri sérstökum þökkum til Grafíu, Iðunnar fræðsluseturs og Litla­prents fyrir að styðja útgáfuna með keyptum auglýsingum. Nemendum í ljós­myndun viljum við þakka fyrir tvennar hópmyndatökur og for­svarsmönnum KEX hostel fyrir að lána okkur fallega umgjörð fyrir aðra þeirra. Þá á Anh Phuong Ðang, nemandi í bókbandi bestu þakkir skilið fyrir samstarf við gerð gestabókar vegna sameiginlegrar útskriftarsýningar nemenda Upplýsingatækniskólans í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun. Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Hlín Guðmundsdóttir og Andrés Blær fá sömuleiðis þakkir fyrir nemendamyndir.


Útskriftarnemar í grafískri miðlun vorið 2023
Alexandra Weseloh
Andri Már Bryde
Bjarki Þór Sigurjónsson
Grímkell Orri Sigurþórsson
Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Linda Katrín Elvarsdóttir
Olivier Piotr Lis
Roald Viðar Eyvindsson

bottom of page