Þakkarorð
Takk fyrir heimsókn á heimasíðu okkar. Vonandi hefurðu haft gagn og gaman af.
Það er einnig við hæfi að koma á framfæri góðu og djúpstæðu þakklæti til allra sem hafa aðstoðað við gerðs Asks og stutt við útgáfuna með einum eða öðrum hætti.
Fyrst ber að nefna einvalalið kennara Upplýsingatækniskólans. Takk kærlega fyrir öll heilræðin kæru kennarar, hvatningarorðin og sýndan stuðning, auðvitað ekki aðeins í tengslum við útgáfu Asks heldur í náminu öllu. Já, það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé búið að vera lærdómsríkt, ljúft og gefandi samstarf og frábær samfylgd á þessum tveimur og hálfa ári sem við nemendur höfum lagt stund á grafíska miðlun. Fyrir ykkar tilstuðlan góðu félagar kveðjum við skólann reynslunni ríkari og margs vísari, sum á leið í frekara nám, önnur í vinnu og öll sem eitt tilbúin að takast á við ævintýrin sem eru fram undan.
Einnig er við hæfi að koma á framfæri sérstökum þökkum til Grafíu, Iðunnar fræðsluseturs og Litlaprents fyrir að styðja útgáfuna með keyptum auglýsingum. Nemendum í ljósmyndun viljum við þakka fyrir tvennar hópmyndatökur og forsvarsmönnum KEX hostel fyrir að lána okkur fallega umgjörð fyrir aðra þeirra. Þá á Anh Phuong Ðang, nemandi í bókbandi bestu þakkir skilið fyrir samstarf við gerð gestabókar vegna sameiginlegrar útskriftarsýningar nemenda Upplýsingatækniskólans í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun. Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Hlín Guðmundsdóttir og Andrés Blær fá sömuleiðis þakkir fyrir nemendamyndir.
Útskriftarnemar í grafískri miðlun vorið 2023
Alexandra Weseloh
Andri Már Bryde
Bjarki Þór Sigurjónsson
Grímkell Orri Sigurþórsson
Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Linda Katrín Elvarsdóttir
Olivier Piotr Lis
Roald Viðar Eyvindsson