top of page

Askur

Tímaritið Askur er samstarfsverkefni allra útskriftarnemenda í grafískri miðlun. Blaðið endurspeglar ólíka persónuleika með fjölbreytt áhugamál sem mynda eina heild. Eina stærstu heild sem hefur sést í grafískri miðlun Upplýsingatækniskólans hingað til. Enda sést það á útskriftarbiblíunni sem við köllum Ask þetta árið.

Askur er samansafn af flest öllu sem við höfum lært í þessu námi, allt frá týpógrafíu, myndvinnslu, forvinnslu, umbroti, prentun, bókbandi, eftirminnilegum sögum af skólaferðalagi til Ítalíu og mörgu fleira.

Námið hefur verið kröfuhart, hvetjandi og gefandi að því leyti að við höfum fengið ný tól í bakpokann sem við getum nýtt okkur í framtíðinni og jafnvel brýnt á lífsleiðinni.

Í rauninni má segja að þetta blað sé ekki einungis lokaverkefni okkar í grafískri miðlun, heldur jafnframt merki um ákveðin tímamót og kaflaskipti í lífi okkar útskriftanemenda.

Það sem stendur þó hvað mest upp úr er fólkið sem við höfum kynnst á þessu litríka ferðalagi, þ.e. andlitin fyrir aftan covid-grímuna og seinna meir án grímunnar.

Hvert sem leiðir okkar liggja í framhaldi þessa náms, þá stendur eftir mikið þakklæti!


Þakklæti fyrir reynsluna og tækifærið til að fá að kynnast mögnuðum einstaklingum, bæði nemendum og kennurum.

Takk innilega fyrir okkur og njótið vel!

bottom of page