top of page

Verið hjartanlega velkomin

 á útskriftarsýningu hjá grafískri miðlun

Þá er loksins komið að þessu. Við erum að útskrifast! Námið hefur verið krefjandi, fjölbreytt, fræðandi og síðast en ekki síst skemmtilegt. Við viljum byrja á því að þakka ykkur innilega fyrir að kíkja á vefsíðuna okkar og við vonum að þú njótir sýningarinnar á sama hátt og við höfum notið þess að setja hana upp.

 

Eftir tveggja ára samveru skiljast leiðir. Við erum sjö ólíkir einstaklingar með eitt og sama markmið. Við eigum það sameiginlegt að hafa stigið saman inn í hinn grafíska heim hér í Upplýsingatækniskólanum og að þeim tíma loknum verður þetta ómetanlegur hluti lífs okkar. Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til kennara okkar, þeirra Svanhvítar, Helgu, Brynhildar, Jóns, Karls og Marinós. Þau hafa sýnt okkur þolinmæði, hjálpsemi og mikinn skilning á síðastliðnum tveimur önnum. Án þeirra hefði þetta ekki getað orðið að veruleika. Þökk sé þeirra hjálp og þekkingu þá erum við vel undirbúin fyrir það sem tekur við.

 

Sérstakar þakkir fá Grafía, Litlaprent og Iðan sem studdu okkur við útgáfu þessa tímarits. Að auki viljum við þakka Þóru Margréti, Andreu og Unni nemendum á ljósmyndasviði fyrir myndatöku af okkur. Að lokum viljum við þakka Jóni Mýrdal rekstrarstjóra barsins Skuggabaldurs fyrir aðstöðu fyrir myndatöku.

Anchor 1
bottom of page