
Útskriftarsýning
Haust 2020

Vertu hjartanlega velkomin/n
á útskriftarsýningu hjá grafískri miðlun!
Nú er loksins komið að þessu. Við erum að útskrifast! Námið hefur verið krefjandi, fjölbreytt, fræðandi og síðast en ekki síst skemmtilegt og er það með blendnum tilfinningum sem við töltum síðustu metrana. Við höfum lært svo ótrúlega margt og þrátt fyrir óvænta heimsókn COVID-19, sem mætti með hamagangi, setti allt á hliðina og breytti náminu okkar í fjarnám, að þá komumst við í gegnum þetta og stöndum nú hér sem stoltir og reyndari einstaklingar. Þetta hefði þó aldrei gengið nema með aðstoð kennaranna okkar sem stóðu við bakið á okkur eins og hetjur og eiga þeir allir kraftmikið lófatak skilið.
​
Við vonum að þú njótir sýningarinnar á sama hátt og við höfum notið þess að setja hana upp.
​
Okkur þætti gaman ef þú myndir skrifa í gestabókina.
Sérstakar þakkir






